CC0
Með því að nota CC0 getur þú afsalað þér höfundarétti og öllum tengdum réttindum sem þú gætir átt í öllum heimsins lögsögum, þar á meðal sæmdarrétti (að því marki sem það er unnt samkvæmt lögum), útgáfurétti, vörn persónuupplýsinga, vörn samkeppnishagsmuna og réttinum til þess að hafa áhrif á hvernig verksins er aflað, hvernig því er dreift eða hvernig það er endurnýtt.
Athugaðu að þú getur ekki afsalað þér rétti til verks sem þú átt ekki nema með skýru samþykki eiganda þess. Til þess að forðast að brjóta á hagsmunum þriðja aðila ættir þú að leita ráðgjafar um að þér sé það heimilt ef þú ert ekki viss.
Athugaðu að þetta er ekki skráningarferli og Creative Commons varðveitir engar af þeim upplýsingum sem þú gefur upp. Þetta tól leiðir þig í gegnum ferlið til þess að búa til HTML-kóða með innbyggðum lýsigögnum sem merkja verk þitt þannig að það sé í boði samkvæmt CC0. Verk þitt verður ekki tengt við CC0 eða útgefið samkvæmt þeim skilmálum nema þú gerir það og merkir verkið.
Bahasa Indonesia Bahasa Malaysia Castellano (España) Català Dansk Deutsch English Español Esperanto Euskara français Frysk Galego hrvatski Italiano Latviski Lietuvių Magyar Nederlands norsk polski Português Português (BR) română Slovenščina srpski (latinica) suomeksi svenska Türkçe Íslenska čeština Ελληνικά Беларуская русский українська العربية پارسی বাংলা 中文 日本語 華語 (台灣) 한국어